Fékk veggjakrot dótturinnar að láni

„Ég skipti um stefnu í lífinu,“ segir Birna Daníelsdóttir sem …
„Ég skipti um stefnu í lífinu,“ segir Birna Daníelsdóttir sem tók við Sólfaxa-verðlaunum síðdegis í gær.

„Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig, sérstaklega þar sem þetta er mín fyrsta bók,“ segir Birna Daníelsdóttir sem tók við Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaununum 2025 fyrir skömmu. Verðlaunin eru veitt fyrir handrit að myndríkri bók en verðlaunabók Birnu ber titilinn Ég bý í risalandi. Á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár.

„Það er gott að komast svona á blað. Ég skipti um stefnu í lífinu. Ég hafði aldrei trú á mér til að fara í listnám. Þannig að hafa gert það, svona seinna meir, og fá svo þessi verðlaun, gerir mig rosalega stolta af sjálfri mér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: