Heilsar upp á Snorra í Reykholti

François-Xavier Dillmann, prófessor emeritus frá Sorbonne-háskóla í París.
François-Xavier Dillmann, prófessor emeritus frá Sorbonne-háskóla í París. Ljósmynd/Didier Goupy

François-Xavier Dillmann, prófessor emeritus frá Sorbonne-háskóla í París, leggur reglulega leið sína hingað til lands og dvelur þá gjarnan í fræðimannsíbúð í Snorrastofu í Reykholti. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á sviði fornnorrænna fræða og þýtt höfuðverk Snorra Sturlusonar yfir á frönsku.

Spurður hvers vegna það sé honum mikilvægt að sækja Ísland heim reglulega svarar hann á góðri íslensku: „Þannig er mál með vexti að það er gott fyrir mig að reyna að tala íslensku og rifja upp nútímamálið. Þegar ég er í Frakklandi fæ ég ekki mörg tækifæri til að tala íslensku þrátt fyrir að ég sé á hverjum degi að rýna í gamla texta. En fornnorrænan er auðvitað öðruvísi en nútímaíslenska. Það er gott að blanda geði við Íslendinga og hitta kollega mína og vini.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: