Fróðlegar bækur úr smiðju Hólaútgáfu

Erla Dóris Halldórsdóttir.
Erla Dóris Halldórsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bókaútgáfan Hólar sendir að vanda frá sér fjölbreytta flóru bóka. Flestar má flokka sem bækur almenns efnis, sagnfræði, ævisögur og ýmsan fróðleik.

Fyrst má nefna að Guðni Einarsson skráir ævisöguna Óli Gränz. Þar er sögð saga um mikinn ævintýramann sem missti allt sitt í Vestmannaeyjagosinu og hefur lent í mörgu öðru, bæði sorglegu og spaugilegu, að því er fram kemur í kynningartexta frá útgefanda.

Í bókinni Með frelsi í faxins hvin – riðið í strauminn með Hemanni Árnasyni er fjallað um „þennan magnaða hestamann frá Vík og Hvolsvelli, hinar landsþekktu hestaferðir hans, hrossahald og hestamennsku“, að því er segir í kynningartexta. Hjalti Jón Sveinsson er höfundur bókarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka