László Krasznahorkai hlýtur Nóbelinn í bókmenntum

Ungverski rithöfunddurinn László Krasznahorkai.
Ungverski rithöfunddurinn László Krasznahorkai. AFP/Adrian Dennis

Ungverski rithöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Þetta tilkynnti Mats Malm, ritari Sænsku akademíunnar (SA), á blaðamannafundi í húsakynnum SA í Stokkhólmi núna kl. 11. 

Í umsögn verðlaunanefndar segir að Krasznahorkai hljóti verðlaunin „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“.

Krasznahorkai er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við kvikmyndaleikstjórann Béla Tarr, en myndirnar Sátántangó og Werckmeister harmóniák eftir bókum hans teljast til meistaraverka kvikmyndalistarinnar, segir á vef Dimmu sem árið 2017 gaf út bókin Síðasti úlfurinn eftir Krasznahorkai í þýðingu Einars Más Hjartarsonar.

mbl.is