Ungverski rithöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Þetta tilkynnti Mats Malm, ritari Sænsku akademíunnar (SA), á blaðamannafundi í húsakynnum SA í Stokkhólmi núna kl. 11.
Í umsögn verðlaunanefndar segir að Krasznahorkai hljóti verðlaunin „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“.
Krasznahorkai er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við kvikmyndaleikstjórann Béla Tarr, en myndirnar Sátántangó og Werckmeister harmóniák eftir bókum hans teljast til meistaraverka kvikmyndalistarinnar, segir á vef Dimmu sem árið 2017 gaf út bókin Síðasti úlfurinn eftir Krasznahorkai í þýðingu Einars Más Hjartarsonar.
Síðasti úlfurinn gefinn út á íslensku 2017
Í dómi sem Einar Falur Ingólfsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifaði um bókina það sama ár segir m.a.: „Það er fengur að þessari áhrifaríku nóvellu eða löngu smásögu, Síðasta úlfinum, eftir ungverska rithöfundinn László Krasznahorkai (f. 1954). Hann er einn af virtustu evrópsku rithöfundum samtímans og margverðlaunaður; hreppti til að mynda alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir tveimur árum, fyrir þær skáldsögur hans sem þá höfðu komið út á ensku. Hann hefur einnig hlotið helstu listaverðlaun Ungverjalands fyrir framlag sitt til ungverskrar menningar. Auk þess að skrifa skáldsögur og smásögur, er Krasznahorkai kunnur fyrir samstarf sitt við hinn kunna kvikmyndaleikstjóra landa sinn, Béla Tarr en Tarr hefur gert fimm kvikmyndir eftir handritum Krasznahorkai.“
Verðlaunin afhent í Stokkhólmi 10. desember
Verðlaunahafinn hlýtur 11 milljónir sænskra króna sem jafngildir rúmum 142 milljónum íslenskra króna. Verðlaunahafi ársins tekur við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi 10. desember, sem er dánardagur Alfreds Nobel (1833-1896), sem stofnaði til verðlaunanna.
László Krasznahorkai er aðeins annar Ungverjinn sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en rithöfundurinn Imre Kertész hlaut þau árið 2002. Alls hafa Ungverjar hlotið 16 Nóbelsverðlaun séu allir verðlaunaflokkar taldir með.
Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa verið veitt alls 118 sinnum á árunum 1901 til 2025. Á þeim tíma hafa alls 122 einstaklingur hlotið verðlaunin, 104 karlar og 18 konur. Þess má geta að 12 af þessum 18 konum hlutu verðlaunin á árunum 2024 til 1991.
Í ár eru liðin 70 ár síðan Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Leynd hvílir yfir valferli hvers árs í 50 ár eftir afhendingu.
Fjórum sinnum hafa tveir einstaklingar deilt verðlaununum, þetta gerðist árin 1974, 1966, 1917 og 1904.
Verðlaunin eru alltaf afhent árlega, en sjö sinnum hefur það gerst að engin verðlaun voru veitt, það voru árin 1914, 1918, 1935 og 1940-1943.
Rudyard Kipling var yngsti höfundurinn sem hlaut verðlaunin árið 1907, 41 árs. Sá elsti var Doris Lessing, sem var 88 ára þegar hún fékk verðlaunin árið 2007.
Verðlaunahafar Bókmenntaverðlauna Nóbels frá upphafi
- 2025: László Krasznahorkai, Ungverjaland
- 2024: Han Kang, Suður-Kórea
- 2023: Jon Fosse, Noregur
- 2022: Anne Ernaux, Frakkland
- 2021: Abulrazak Gurnah, Tansanía og Bretland
- 2020: Louise Glück, Bandaríkin
- 2019: Peter Handke, Austurríki,
- 2018: Olga Tokarczuk, Pólland
- 2017: Kazuo Ishiguro, Japan og Bretland
- 2016: Bob Dylan, Bandaríkin
- 2015: Svetlana Alexievich, Hvíta-Rússlandi
- 2014: Patrick Modiano, Frakkland
- 2013: Alice Munro, Kanada
- 2012: Mo Yan, Kína
- 2011: Tomas Tranströmer, Svíþjóð
- 2010: Mario Vargas Llosa, Perú
- 2009: Herta Müller, Þýskalandi
- 2008: Jean-Marie Gustave Le Clézio, Frakklandi
- 2007: Doris Lessing, Englandi
- 2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
- 2005: Harold Pinter, Englandi
- 2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
- 2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
- 2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
- 2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
- 2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
- 1999: Günter Grass, Þýskalandi
- 1998: José Saramago, Portúgal
- 1997: Dario Fo, Ítalíu
- 1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
- 1995: Seamus Heaney, Írlandi
- 1994: Kenzaburo Oe, Japan
- 1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
- 1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
- 1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríka
- 1990: Octavio Paz, Mexíkó
- 1989: Camilo Jose Cela, Spáni
- 1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
- 1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
- 1986: Wole Soyinka, Nígeríu
- 1985: Claude Simon, Frakklandi
- 1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
- 1983: William Golding, Bretlandi
- 1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
- 1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
- 1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
- 1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
- 1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
- 1977: Vicente Aleixandre, Spáni
- 1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
- 1975: Eugenio Montale, Ítalíu
- 1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
- 1973: Patrick White, Ástrali fæddur í Bretlandi
- 1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
- 1971: Pablo Neruda, Chile
- 1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
- 1969: Samuel Beckett, Írlandi
- 1968: Yasunari Kawabata, Japan
- 1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
- 1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
- 1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
- 1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
- 1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
- 1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
- 1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
- 1960: Saint-John Perse, Frakklandi
- 1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
- 1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
- 1957: Albert Camus, Frakklandi
- 1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
- 1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
- 1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
- 1953: Winston Churchill, Bretlandi
- 1952: François Mauriac, Frakklandi
- 1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
- 1950: Bertrand Russell, Bretlandi
- 1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
- 1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
- 1947: André Gide, Frakklandi
- 1946: Hermann Hesse, Sviss
- 1945: Gabriela Mistral, Chile
- 1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
- 1943: Verðlaunin ekki veitt
- 1942: Verðlaunin ekki veitt
- 1941: Verðlaunin ekki veitt
- 1940: Verðlaunin ekki veitt
- 1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
- 1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
- 1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
- 1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
- 1935: Verðlaunin ekki veitt
- 1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
- 1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
- 1932: John Galsworthy, Bretlandi
- 1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
- 1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
- 1929: Thomas Mann, Þýskalandi
- 1928: Sigrid Undset, Noregi
- 1927: Henri Bergson, Frakklandi
- 1926: Grazia Deledda, Ítalíu
- 1925: George Bernard Shaw, Írlandi
- 1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
- 1923: William Butler Yeats, Írlandi
- 1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
- 1921: Anatole France, Frakklandi
- 1920: Knut Hamsun, Noregi
- 1919: Carl Spitteler, Sviss
- 1918: Verðlaunin ekki veitt
- 1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
- 1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
- 1915: Romain Rolland, Frakklandi
- 1914: Verðlaunin ekki veitt
- 1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
- 1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
- 1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
- 1910: Paul Heyse, Þýskalandi
- 1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
- 1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
- 1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
- 1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
- 1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
- 1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
- 1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
- 1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
- 1901: Sully Prudhomme, Frakklandi
Nánari upplýsingar hér: Vefur Nóbelsverðlaunanna
ítarlega er fjallað um verðlaunahafann á menningarsíðum Morgunblaðsins á morgun, föstudaginn 10. október
Fáðu þér áskrift til að lesa áfram
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu,
rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki
á mbl.is.