Leðurblökur, laugar og Kenía

Rán Flygenring sendir frá sér tvær bækur í haust.
Rán Flygenring sendir frá sér tvær bækur í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á útgáfulista forlagsins Angústúru þetta haustið leynast vandaðar bækur af ýmsu tagi.

Fyrst má nefna myndabókina Blaka eftir Rán Flygenring. Sú fjallar um það þegar leðurblaka sést flögrandi í borginni og skelfing grípur um sig. Áform Vöku og fjölskyldu hennar um að fara í sólarlandaferð í svartasta skammdeginu fljúga út í veður og vind. „Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.“

Rán sendir einnig frá sér bók um baðmenningu á ensku, Sketching Bathing in Iceland. Hún er sögð „stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: