Óhugnanlega lík manninum sínum

Samskipti kynjanna í japönsku nútímasamfélagi eru lykilþáttur í mörgum af …
Samskipti kynjanna í japönsku nútímasamfélagi eru lykilþáttur í mörgum af sögum Motoya. Ljósmynd/Rama Shimada

„Þegar ég leit í spegilinn um morguninn hafði andlitið á mér gleymt hver ég var,“ segir konan sem er fyrir miðju meginsögu Vaxtarræktarkonunnar einmana, safns sagna eftir japanska höfundinn Yukiko Motoya. Það er eins og andlitsdrættir hennar muni ekki réttar staðsetningar enda segist hún vera orðin „óhugnanlega lík manninum mínum“ (133).

Og konan í titilsögunni hefur líka verulega laskaða sjálfsmynd en áralöng „sambúð við eiginmann með fullkomnunaráráttu hafði valdið því að mér fór smám saman að finnast ég einskis virði“ (23). Hún tekur svo skyndilega að stunda vaxtarrækt af miklum móð, svo líkaminn tekur umtalsverðum breytingum, en eiginmaðurinn tekur ekkert eftir því. Konan hafði reynt að styrkja sjálfsálit eiginmannins með því að gagnrýna sjálfa sig stöðugt og hann er einfaldlega hættur að sjá hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: