„Þetta er ekki bók um Ástu bóhem“

„Mér fannst tímabært að sýna hana sem manneskjuna mömmu mína …
„Mér fannst tímabært að sýna hana sem manneskjuna mömmu mína og okkar systkina,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson um móður sína, Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Morgunblaðið/Eggert

„Ég var orðinn svolítið þreyttur á þessari einsleitu mynd sem hefur oft verið dregin upp af mömmu. Mér fannst tímabært að sýna hana sem manneskjuna mömmu mína og okkar systkina, þetta er bók um tímann sem ég átti með henni og samband okkar í hvaða mynd sem það svo síðar birtist. Að sjálfsögðu er einnig um að ræða bernsku okkar alsystkinanna, barna hennar og pabba,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson sem sendi nýlega frá sér bókina Mamma og ég, en í henni rifjar hann upp árin með og án móður sinnar, Ástu Sigurðardóttur, þar til hún lést fyrir aldur fram þegar hann var rétt að verða 10 ára.

Ásta var þjóðþekkt sem rithöfundur og nánast goðsögn, en hún barðist við þá djöfla sem fylgja fíkn og börn hennar fimm voru tekin af henni og send í fóstur. Barnsfaðir hennar, Þorsteinn frá Hamri, virtist lítil afskipti hafa haft af börnunum.

Ásta Sigurðardóttir með þrjú börn sín af fimm, f.v. Þórir …
Ásta Sigurðardóttir með þrjú börn sín af fimm, f.v. Þórir Jökull, Ásta með Ásu í fanginu og Kolbeinn lengst til hægri. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: