Fleiri myndasögur en konan kærir sig um

Stefán Pálsson er aðdáandi Goðheima og fróður um bækurnar.
Stefán Pálsson er aðdáandi Goðheima og fróður um bækurnar. mbl.is/Karítas

Fimmtánda og síðasta bókin í hinum sívinsæla myndasagnaflokki Goðheimum er nú komin út og nefnist hún Sýnir völvunnar. Syrpan er höfundarverk Danans Peders Madsen og að þessu sinni ríkir fimbulvetur í Ásgarði og Fenrisúlfur er aftur kominn á kreik.

„Þegar æsir komast að því að jötnar standa að baki þessum eilífðarvetri rennur upp fyrir þeim að Ragnarök eru í nánd og ræsa þarf út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn en fær óumbeðna aðstoð frá Röskvu, sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið,“ segir á vef Forlagsins um bókina.

Stefán Pálsson sagnfræðingur er fjölfróður um bækurnar og sagnaheim þeirra og ekki stóð á svörum þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans til að forvitnast um Goðheima og þessa síðustu bók syrpunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: