Frásagnir af fólki og ­fyrir­bærum frá Skruddu

Hörður Torfason, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Benóný Ægisson og Una Margrét …
Hörður Torfason, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Benóný Ægisson og Una Margrét Jónsdóttir. Samsett mynd

Ýmis skáldverk og bækur almenns efnis eru gefin út undir merkjum bókaútgáfunnar Skruddu í ár.

Af skáldverkum má fyrst nefna Glæður galdrabáls eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem sögð er fjalla um tíma galdraótta og ofstækis. Þar er rakin saga móður og sonar sem lögðu fótgangandi í langa ferð norðan úr landi vestur á firði í leit að betri kjörum, á síðari hluta 17. aldar.

Farðí rassgat Aristoteles eftir Benóný Ægisson er sagður brennheitur hrakfallabálkur um ástir og örlög. Aðalpersónan Guðgeir Guðgeirsson er „andhetja og ólíkindatól sem allt veit, einmitt sú týpa sem fer óstjórnlega í taugarnar á fólki“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: