Drekkur til að gleyma fyrsta sopanum

Delerm skrifar um nautnir á borð við fyrsta bjórsopann.
Delerm skrifar um nautnir á borð við fyrsta bjórsopann. Ljósmynd/Hermance Triay

Það er þverstæðukenndur munaður. Að kynna sér gang heimsmála í friði og ró með ilminum af nýlöguðu kaffi í nösunum. Í blaðinu er mestmegnis fjallað um alls konar hörmungar, stríð og slys. Að hlusta á sömu fréttir í útvarpi er mjög stressandi. Þá er búið að þjappa þeim saman í hnefahögg“ (91).

Þannig hefur franski höfundurinn Philippe Delerm eina hugleiðingu sínu um hversdagslegt athæfi – lífsnautn, „Að lesa dagblaðið yfir morgunmatnum“, – og vitaskuld er það ein hinna litlu en mikilvægu lífsnautna að lesa gott dagblað yfir morgunkaffinu.

Höfundurinn nær líka að orða upplifunina með þeim hætti að lesandinn skilur og tengir. Enda sló þessi bók hans, Fyrsti bjórsopinn – og fleiri smálegar lífsnautnir, hressilega í gegn þegar hún kom út í Frakklandi fyrir um þremur áratugum og seldust meira en milljón eintök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: