Ísbirnir Sólveigar til Bretlands

Sólveig Pálsdóttir sendir frá sér bókina Ísbirnir fyrir jólin.
Sólveig Pálsdóttir sendir frá sér bókina Ísbirnir fyrir jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breska útgáfufyrirtækið Corylus hefur tryggt sér útgáfurétt nýútkominnar bók Sólveigar Pálsdóttur Ísbirnir.

Þetta er níunda bók Sólveigar en sú fimmta sem kemur út í Bretlandi. Nýverið var útgáfuréttur að bókum hennar einnig seldur til Tékklands segir í tilkynningu frá útgefanda.

Bókarkápan.
Bókarkápan. Ljósmynd/Aðsend

Sólveig hlaut Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Fjötra auk þess sem hún var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, fyrst rithöfunda.

Sólveig er sögð vinna út frá áleitnum málefnum samtímans.

Ísbirnir segir frá Dagbjörtu, konu á fertugsaldri sem býr í Urriðaholti ásamt eiginmanni sínum og ungum syni. Dag einn kemur Dagbjört hvorki að sækja son sinn í pössun né skilar hún sér heim. Næsta dag finnst bíllinn hennar nálægt Grindavík. Innkaupapokarnir eru óhreyfðir í framsætinu. Sama dag fer fram þingsetning í Reykjavík,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: