Tvö morð á skömmum tíma

„Höfundur blandar saman veruleika til sveita og skáldskap,“ segir rýnir …
„Höfundur blandar saman veruleika til sveita og skáldskap,“ segir rýnir um bókina Mín er hefndin. mbl.is/Karítas

Sögulega glæpasagan Mín er hefndin eftir Nönnu Rögnvaldardóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Þegar sannleikurinn sefur, sem kom út í fyrra. Höfundur blandar saman veruleika til sveita og skáldskap og lætur söguna gerast á tilbúnu svæði á Norðurlandi snemma á 18. öld.

Það er vel til fundið að vekja athygli á lífi landsmanna fyrr á öldum og klæða staðreyndir í skáldsagnarbúning. Þó skáldað sé í eyðurnar og fyrirmyndirnar fengnar héðan og þaðan á mismunandi tíma verður sagan jafnvel áhugaverðari eftir að Nanna hefur fyllt í eyðurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: