„Þetta er ekki einu sinni rætt í skólum“

Hlín segir verkið hverfast um atburðina í Kautokeino.
Hlín segir verkið hverfast um atburðina í Kautokeino. Ljósmynd/Erik Berg

Láhppon eða Lost er glænýtt dansverk sem frumsýnt var hjá Norska þjóðarballettinum í Osló á föstudaginn. Um er að ræða norrænt samstarf danshöfundanna Elle Sofe Sara frá Samalandi og Hlínar Diego Hjálmarsdóttur.

Ljósmynd/Erik Berg

Sækja þær innblástur í Kautokeino-­uppreisnina sem varð í samnefndum smábæ í Norður-Noregi 21. nóvember árið 1852. Þá réðst hópur Sama gegn norskum embættis- og kaupmönnum sem þeir töldu hafa kúgað samfélag þeirra og drápu tvo þeirra. Eftir uppreisnina voru tveir leiðtogar Sama höggnir með öxi í refsiskyni en atburðurinn hefur markað djúp spor í sögu þeirra.

Ljósmynd/Erik Berg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: