„Þetta kveikti í mér aftur“

Ívar Örn Sverrisson landaði stóru hlutverki í norskum sjónvarpsþáttum.
Ívar Örn Sverrisson landaði stóru hlutverki í norskum sjónvarpsþáttum. Eggert Jóhannesson

Ívar Örn Sverrisson leikari hefur verið búsettur í Noregi síðustu fimmtán árin. Nýlega landaði hann stóru hlutverki í norskri sjónvarpsþáttaröð sem sýnd verður í september á Amazon Prime Video og Viaplay og heitir á norsku I kjærlighetens navn og á ensku In The Name of Love. Aðalleikkona þáttaraðarinnar er Maria Bonnevie sem er með kunnari leikkonum á Norðurlöndum og hefur leikið t.d. í Exit-þáttunum og til gamans má geta að frumraun hennar í kvikmyndum var í íslensku myndinni Hvíta víkingnum eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þá leikur einnig Trond Espen Seim í þáttunum en hann er kunnastur fyrir hlutverk sitt sem Varg Veum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: