Hvað gerðist í þessari kennslustofu?

„Vopn er stórskemmtileg mynd sem heldur spennunni lifandi allan tímann,“ …
„Vopn er stórskemmtileg mynd sem heldur spennunni lifandi allan tímann,“ segir rýnir.

Nýja myndin Vopn hefst með formála þar sem ungur sögumaður (Scarlett Sher) útskýrir fyrir áhorfendum að samtals 17 börn, öll í sama skólabekk, hafi rokið af stað sömu nótt klukkan 2.17 og hlaupið út í myrkrið.

Heimili sumra þeirra voru með myndavélar og náðu myndbandi af því þegar börnin hlupu út en ekkert virtist benda til þess að þau hefðu verið þvinguð út eða þeim rænt, þau hlupu öll sjálfviljug út. Foreldrar barnanna leita örvæntingarfull svara en lögreglunni virðist ekkert miða áfram. Það hverfa hins vegar ekki 17 börn í sama bekk án þess að það sé einhver sökudólgur.

„Hvað gerðist í þessari kennslustofu?“ er spurning sem er flestum bæjarbúum ofarlega í huga. Það eru aðeins tveir einstaklingar sem ættu að geta svarað því, umsjónarkennarinn þeirra, Justine (Julia Garner), og eini nemandinn sem er eftir, Alex (Cary Christopher). Eitt foreldrið, Archer (Josh Brolin), er sannfært um að Justine hafi eitthvað með málið að gera og lætur í sér heyra á foreldrafundi en það er þá sem formálinn klárast og myndin hefst í raun og veru.

Með formálanum tekst Zach Cregger, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, strax að fanga athygli áhorfandans enda er bara hugmyndin um að 17 krakkar í sama bekk flýi heimili sín sömu nótt nægilega áhugaverð til að grípa áhorfendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: