„Um leið og maður kveikir á henni er ekki hægt að stoppa“

Stelpurnar „Þetta er dæmi um barnamynd sem foreldrar hafa ekki …
Stelpurnar „Þetta er dæmi um barnamynd sem foreldrar hafa ekki síður gaman af, en það eru bestu barnamyndirnar,“ segir rýnir um K-Pop djöflabana.

Út frá titlinum K-Pop djöflabanar mætti draga þá ályktun að um væri að ræða væmna kóreska þáttaseríu en K-Pop djöflabanar er teiknimyndasöngleikur sem gerist í ímyndaðri borg.

Ekki nóg með það heldur er myndin vinsælasta Netflix-myndin frá upphafi með 236 milljón áhorf. Myndin er teiknuð af Sony Pictures Imageworks en þeir sóttu meðal annars innblástur í japanskar teiknimyndir og kóresk leikrit. Sony, sem framleiddi myndina, seldi hins vegar Netflix réttindin á tímum heimsfaraldursins.

Auk þess sem myndin er vinsælasta mynd Netflix frá upphafi eru fjögur lög úr myndinni nú á topp 10-lista Billboard Hot 100 sem er vinsældalisti yfir 100 vinsælustu lögin í Bandaríkjunum. Er K-Pop djöflabanar stærsti missir Sony? Það situr allavega einhver á skrifstofunni ósáttur út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki haft trú á þessu verkefni, svo mikið er víst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: