Söng- og lagahöfundurinn Laufey greindi í dag frá því á Instagram að hún taki þátt í nýrri kvikmynd undir leikstjórn Kogonada. Hún sagðist hafa bæði tekið upp nokkra klassíska jazzstaðla og samið nýtt frumsamið lag, The Risk, sem hluta af tónlistarheimi myndarinnar.
Í færslunni lýsir Laufey verkefninu sem sannkölluðum draumi og segir að samvinnan við Kogonada hafi verið einstaklega skapandi.
Kvikmyndin er með Margot Robbie og Colin Farrell í aðalhlutverkum og er Joe Hisaishi skráður tónskáld.
Að sögn Laufeyjar fjallar myndin um tíma, minni og ást. Lagið The Risk var samið til að bera söguþræðinum byr undir báða vængi. Hún segist hafa orðið svo snortin af verkinu að hún hafi grátið í gegnum sýninguna og kallar myndina meistaraverk.
Kvikmyndin verður frumsýnd 19. september.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
