Jim Jarmusch hlaut gullna ljónið í Feneyjum

Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch með verðlaunagripinn.
Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch með verðlaunagripinn. AFP/Tiziana Fabi

Father Mother Sister Brother eftir Bandaríkjamanninn Jim Jarmusch var valin besta myndin á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk um helgina og tók leikstjórinn því við hinu fræga gullna ljóni.

Alls var 21 kvikmynd lögð fram í aðalflokki hátíðarinnar. AFP greinir frá.

Silfurljónið kom í hlut The Voice of Hind Rajab eftir Kaouther Ben Hania frá Túnis en silfurljón fyrir bestu leikstjórn hlaut hinn bandaríski Benny Safdie fyrir kvikmyndina The Smashing Machine.

Kínverska leikkonan Xin Zhilei var valin besta leikkonan.
Kínverska leikkonan Xin Zhilei var valin besta leikkonan. AFP/Tiziana Fabi

Kínverjinn Xin Zhilei var valinn besta leikkonan fyrir The Sun Rises on Us All eftir Cai Shangjun en hinn ítalski Toni Servillo var valinn besti leikarinn fyrir La Grazia eftir Paolo Sorrentino.

Verðlaun fyrir besta handritið kom í hlut A pied d'oeuvre eftir Valerie Donzelli. Sérstök dómnefndarverðlaun komu í hlut Sotto le Nuvole eftir Gianfranco Rosi.

Þá var Luna Wedler valin besta unga leikkonan fyrir frammistöðu sína í Silent Friend eftir Ildiko Enyedi.

Ítalski leikarinn Toni Servillo stillir sér upp með ljósmyndurum eftir …
Ítalski leikarinn Toni Servillo stillir sér upp með ljósmyndurum eftir verðlaunaafhendinguna. AFP/Tiziana Fabo
mbl.is