Atriði sem koma manni í opna skjöldu

Skemmtun Caught Stealing, eða Gripinn glóðvolgur, er ein aðgengilegasta kvikmynd …
Skemmtun Caught Stealing, eða Gripinn glóðvolgur, er ein aðgengilegasta kvikmynd Aronofsky til þessa.

Bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky á að baki margar vandaðar kvikmyndir en einnig nokkrar slakar. Fyrsta kvikmynd hans, Pi, þótti býsna góð en hún fjallar um hugsjúkan stærðfræðisnilling í leit að tölu sem veita á svör við stærstu gátu lífsins og Requiem for a Dream sagði af fjórum fíklum á hraðri niðurleið af ólíkum ástæðum. The Whale fjallar um mann sem glímir við óskaplega offitu og The Swan segir einnig af þjáningum, ballerínu sem missir fótanna. Í Mother! fór Aronofsky á mikið flug en sú mynd er einhvers konar dæmisaga um guð almáttugan og jörðina. Javier Bardem leikur guð og Jennifer Lawrence móður Jörð. Vægast sagt skrítin mynd það.

En kvikmyndin sem hér skal tekin til kostanna, Caught Stealing, er öllu skiljanlegri en þær fyrrnefndu og aðgengilegasta og auðskiljanlegasta kvikmynd Aronofskys til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: