Mögulega besta kvikmynd ársins

Sean Penn í hlutverki ofurstans Lockjaw sem er bæði ógnvekjandi …
Sean Penn í hlutverki ofurstans Lockjaw sem er bæði ógnvekjandi og spaugilegur í senn.

One Battle After Another er ein besta kvikmynd ársins, jafnvel sú besta, að mati rýnis. Kemur þar margt til, m.a. frábær frumsamin tónlist, lýtalaus leikur, hugvitssamleg og taugatrekkjandi myndataka, ilmandi og bleksvart spaug og ófyrirsjáanlegur og hugmyndaríkur söguþráður.

Leikstjórinn er enda einn sá vandaðasti í Hollywood, Paul Thomas Anderson, sem hefur varla stigið feilspor á sínum ferli. Sá hinn sami og leikstýrði Magnolia, There Will Be Blood, Boogie Nights, The Master og Phantom Thread, svo nokkrar séu nefndar. Ferilskráin talar sínu máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: