Scorsese rekinn fyrir slæma hegðun

Martin Scorsese var rekinn fyrir slæma hegðun.
Martin Scorsese var rekinn fyrir slæma hegðun. AFP/Michael Loccisano

Það dylst víst fáum að leikstjórinn Martin Scorsese sé heillaður af trúarbrögðum. Næstum allar kvikmyndir hans innihalda einhverjar biblíulegar vísanir, guðfræðilegar hugleiðingar eða eins og í The Last Temptation of Christ og Silence tökur í kirkjunni og af helgum textum hennar.

Variety greinir frá og segir að þrátt fyrir áhuga kvikmyndagerðarmannsins á viðfangsefninu kunni það samt að koma einhverjum á óvart að Scorsese hafi í raun lært til prests en í nýrri heimildarmynd, sem frumsýnd var á New York Film Festival um helgina, afhjúpar hann að hafa verið rekinn úr kaþólskum prestaskóla fyrir slæma hegðun.

mbl.is