Frumsýningu kvikmyndarinnar A Useful Ghost eða Ryksugudraugurinn var fagnað með óvenjulegum hætti í Bíó Paradís í gærkvöldi. Þar voru ryksugur í aðalhlutverki og gestum boðið að taka sína eigin ryksugu með á rauða dregilinn.
Veitt voru veitt fyrir flottustu ryksuguna en allir sem mættu með ryksugu fengu popp og kók að launum. Skemmtileg stemning myndaðist eins og sjá má af myndunum sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók á rauða dreglinum.
„Þessi frumlega og hrífandi kvikmynd segir frá manni sem missir eiginkonu sína vegna rykmengunar, en andi hennar heldur áfram að lifa í ryksugu,“ segir um kvikmyndina.
„Með gamansömum og gáskafullum blæ fjallar myndin á áhrifaríkan hátt um minningar, sorg og kúgun, en myndin hlaut Grand Prix-verðlaunin á gagnrýnendaviku Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025.“
Ein þeirra sem mætti ásamt ryksugunni sinni var Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíó Paradís.
„Ég á Miele-ryksugu því tengdamóðir mín í sveitinni kynnti mig og manninn minn fyrir sinni ryksugu. Þá varð ekki aftur snúið. Hún er með svo marga hausa og er svo frábær, nett og getur allt!“ sagði hún nýverið í samtali við Morgunblaðið.
„Það er svo ótrúlega fyndið en snjallt að hugsa til þess að ryksugan geti orðið karakter í kvikmynd og það er bráðsnjöll leið til þess að fjalla um kúgun og pólitískan veruleika fólks en leikstýra myndarinnar tileinkaði verðlaunin á Cannes öllum draugum í Taílandi,“ segir Ása.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.

