Myndir: Með ryksugur á rauða dreglinum

Anna Ingólfsdóttir og Selma Ósk Kristiansen ryksuguðu rauða dregilinn af …
Anna Ingólfsdóttir og Selma Ósk Kristiansen ryksuguðu rauða dregilinn af miklum móð. mbl.is/Ólafur Árdal

Frumsýningu kvikmyndarinnar A Useful Ghost eða Ryksugudraugurinn var fagnað með óvenjulegum hætti í Bíó Paradís í gærkvöldi. Þar voru ryksugur í aðalhlutverki og gestum boðið að taka sína eigin ryksugu með á rauða dregilinn. 

Veitt voru veitt fyrir flottustu ryksuguna en allir sem mættu með ryksugu fengu popp og kók að launum. Skemmtileg stemning myndaðist eins og sjá má af myndunum sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók á rauða dreglinum.

Alvin Hugi og Bjartur Elí Ragnarssynir brugðu á leik með …
Alvin Hugi og Bjartur Elí Ragnarssynir brugðu á leik með ryksugurnar. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is