Vitni að endalokum lífs

Rýnir er mjög hrifinn af þessu skoti úr myndinni Jörðin …
Rýnir er mjög hrifinn af þessu skoti úr myndinni Jörðin undir fótum okkar og segir skotið eitt og sér vera listaverk. Samtímis fer rýnir fögrum orðum um kvikmyndatöku Wojciechs Staron í heild og segir hana glæsilega.

Í heimildarmyndinni Jörðin undir fótum okkar eftir leikstjórann og handritshöfundinn Yrsu Rocu Fannberg fá áhorfendur að skyggnast inn í hversdagslegt líf íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund og á sama tíma verða vitni að endalokum lífs þeirra.

Áhorfendur átta sig strax á því að þeir eru að upplifa eitthvað mjög persónulegt, fólkið í myndinni er að kveðja lífið.

Yrsa hefur ekki einungis áhuga á fortíðinni, hún hefur ekki síður áhuga á að vita hver þau eru í dag. Áhorfendur fá því ekki að heyra ævisögu íbúanna en þó eru atriði þar sem þeir fá að skyggnast í fortíð þeirra. Í einu atriði er tökuvélinni til dæmis beint að gluggakistu sem er þakin bikurum úr danskeppnum. Ljóst er að fyrrverandi dansdrottning á þetta herbergi og skotið segir í raun allt sem segja þarf. Það að hún velur að skreyta gluggann sinn með bikurunum er nóg fyrir áhorfendur til þess að vita að dansinn skiptir hana enn máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: