Mynd Yrsu fær viðurkenningu

Yrsa Roca Fannberg
Yrsa Roca Fannberg Ljósmynd/Julie Alejandro Yzquierdo

Jörðin undir fótum okkar, heimildarmynd í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, hlaut sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss sem fram fór dagana 25. september til 10. október.

Myndinni hefur verið vel tekið en hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni CPH:Dox í vor og vann nýverið til verðlauna á DMZ International Documentary Film Festival, sem talin er ein virtasta heimildarmyndahátíð í Asíu.

Þá má geta þess að rýnir Morgunblaðsins gaf myndinni fjórar og hálfa stjörnu og sagði myndina vera „ljóðræn og falleg kvikmynd sem fangar lífið á lokaspretti þess af hlýju og virðingu“ og að Yrsa Roca Fannberg minni áhorfendur á fegurð þess hversdagslega og mikilvægi þess að staldra við og kveðja.

mbl.is
Loka