Jörðin undir fótum okkar, heimildarmynd í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, hlaut sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss sem fram fór dagana 25. september til 10. október.
Myndinni hefur verið vel tekið en hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni CPH:Dox í vor og vann nýverið til verðlauna á DMZ International Documentary Film Festival, sem talin er ein virtasta heimildarmyndahátíð í Asíu.
Þá má geta þess að rýnir Morgunblaðsins gaf myndinni fjórar og hálfa stjörnu og sagði myndina vera „ljóðræn og falleg kvikmynd sem fangar lífið á lokaspretti þess af hlýju og virðingu“ og að Yrsa Roca Fannberg minni áhorfendur á fegurð þess hversdagslega og mikilvægi þess að staldra við og kveðja.
Í tilkynningu kemur fram að Jörðin undir fótum okkar segi frá „sólarlagi lífsins á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.“ Samkvæmt umsögn dómnefndar fær myndin viðurkenninguna fyrir kvikmyndatöku sem einkennist af „hluttekningu og rólega en áhrifamikla framsetningu á fegurðinni sem finnst á haustdögum lífs.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
/frimg/1/60/37/1603773.jpg)