Afturelding hlaut alls 11 verðlaun

Halldór Laxness Halldórsson, einn aðstandenda Aftureldingar, var nokkuð sáttur með …
Halldór Laxness Halldórsson, einn aðstandenda Aftureldingar, var nokkuð sáttur með útkomuna í kvöld. mbl.is/Karítas

Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent fyrr í kvöld fyrir árin 2023 og 2024, en tilnefnt hafði verið í alls 23 flokkum í mismunandi tegundum sjónvarpsefnis auk ýmissa faggreina þar undir.

Aðstandendur Húsó taka við verðlaunum í kvöld.
Aðstandendur Húsó taka við verðlaunum í kvöld. mbl.is/Karítas

Sjónvarpsþátturinn Afturelding stóð uppi sem sigurvegari ársins 2023 með alls 11 verðlaun, m.a. fyrir bestu leikstjórn, leikkonu ársins, handrit, kvikmyndatöku, tónlist, gervi og búninga. Næstflest verðlaun hlaut sjónvarpsþátturinn Heima er best, sem var verðlaunaður fyrir bestu leikmynd og brellur.

Bogi Ágústsson var heiðraður.
Bogi Ágústsson var heiðraður. mbl.is/Karítas

Sigurvegari ársins voru sjónvarpþættirnir Húsó og Svörtu sandar II með fern verðlaun hvor. Húsó voru m.a. verðlaunaðir fyrir best leikna sjónvarpsefni ársins og besta handritið. Svörtu sandar II voru meðal annars verðlaunaðir fyrir bestan leik og bestu brellur. Næstflest verðlaun hlutu DIMMA (The Darkness), Grindavík og Sveitarómantík með samtals tvenn verðlaun hver.

Kynnarnir Björg Magnúsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson.
Kynnarnir Björg Magnúsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson. mbl.is/Karítas

Bogi Ágústsson hlaut heiðursverðlaun íslensku sjónvarpsverðlaunanna 2025.

„Bogi Ágústsson er blaða- og fréttamaður af guðs náð. Hann hefur starfað við fagið í hátt í fimmtíu ár. Hann reyndi örfáum sinnum að skipta um starfsvettvang en alltaf togaði fréttamennskan og sjónvarpið, sem betur fer fyrir okkur hin,“ sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þegar hún kynnti heiðursverðlaunahafa ársins á svið.

Ræðu hennar í heild má lesa hér fyrir neðan. 

Heildarlisti verðlaunahafa

Barna- og unglingaefni

  • 2023 Hvítar lygar
  • 2024 Krakkaskaupið 2024

Frétta- eða viðtalssefni ársins

  • 2023 Kveikur
  • 2024 RAX augnablik 2024

Íþróttaefni ársins

  • 2023 Skaginn
  • 2024 Grindavík

Heimildaefni ársins

  • 2023 Stormur
  • 2024 Grindavík

Hljóð ársins

  • 2023 Afturelding – Rune Klausen, Sebastian Vaskio
  • 2024 Húsó – Gunnar Árnason

Klipping ársins

  • 2023 Afturelding – Kristján Loðmfjörð
  • 2024 Húsó – Úlfur Teitur Traustason

Kvikmyndataka ársins

  • 2023 Afturelding – Jakob Ingimundarson, Ásgrímur Guðbjartsson
  • 2024 Svörtu sandar II – Jóhann Máni Jóhannsson

Tónlist ársins

  • 2023 Afturelding – Davíð Berndsen
  • 2024 DIMMA (The Darkness) – Atli Örvarsson, Kjartan Holm, Sindri Már Sigfússon

Menningar- og mannlífsefni ársins

  • 2023 Hvunndagshetjur II
  • 2024 Sveitarómantík

Sjónvarpsviðburður ársins

  • 2023 Úrslitakeppnin í körfubolta 2023
  • 2024 X24 Kosningavaka

Útsendingarstjóri ársins

  • 2023 Björgvin Harðarson – Idol 2023
  • 2024 Ragnar Eyþórsson – Vikan með Gísla Marteini

Brellur ársins

  • 2023 Heima er best – Jan Daghelinckx
  • 2024 Svörtu sandar II – Sigurgeir Arinbjarnarson

Búningar ársins

  • 2023 Afturelding – Margrét Einarsdóttir
  • 2024 Ráðherrann 2 – Eva Lind Rútsdóttir

Gervi ársins

  • 2023 Afturelding – Josephine Hoy
  • 2024 Draumahöllin – Ragna Fossberg

Sjónvarpsmanneskja ársins

  • 2023 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir – Tvíburar
  • 2024 Ása Ninna Pétursdóttir – Sveitarómantík

Leikmynd ársins

  • 2023 Heima er best – Tonie Zetterström
  • 2024 DIMMA (The Darkness) – Guðni Rúnar Gunnarsson

Skemmtiefni ársins

  • 2023 IceGuys
  • 2024 Kappsmál

Handrit ársins

  • 2023 Afturelding – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir
  • 2024 Húsó – Arnór Pálmi Arnarson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir (undir dulnefninu Hekla Hólm)

Leikið sjónvarpsefni ársins

  • 2023 Afturelding
  • 2024 Húsó

Leikari ársins

  • 2023 Þórhallur Sigurðsson – Arfurinn minn
  • 2024 Pálmi Gestsson – Svörtu sandar II

Leikkona ársins

  • 2023 Svandís Dóra Einarsdóttir – Afturelding
  • 2024 Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Svörtu sandar II

Leikstjóri ársins

  • 2023 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir – Afturelding
  • 2024 Hannes Þór Halldórsson, Allan Sigurðsson, Hannes Þór Arason – IceGuys 2

Sjónvarpsefni ársins (val fólksins)

  • 2023 Afturelding
  • 2024 Bannað að hlæja
Sandra Barilli og Saga Garðarsdóttir.
Sandra Barilli og Saga Garðarsdóttir. mbl.is/Karítas

Á skjánum er Bogi Ágústsson okkar besti maður

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður hjá RÚV kynnti heiðursverðlaunahafa ársins á svið Gamla bíós í kvöld með eftirfarandi orðum: 

„Bogi Ágústsson er blaða- og fréttamaður af guðs náð. Hann hefur starfað við fagið í hátt í fimmtíu ár. Hann reyndi örfáum sinnum að skipta um starfsvettvang en alltaf togaði fréttamennskan og sjónvarpið, sem betur fer fyrir okkur hin.

Bogi las sagnfræði í Háskóla Íslands og hefur alla tíð haft brennandi áhuga á sögunni. Sögum af fólki, sögum af atburðum, sögum af stjórnmálum og ekki síst sögum af sögunni. Hann er sögumaður sem prýðir þann stóra kost að aðrir hlusta þegar hann segir frá.

Fáir eru betur heima þegar kemur að heimsglugganum en Bogi Ágústsson. Þar er hann á heimavelli, hvort sem er í Japan eða Jakarta, Indónesíu eða Indlandi, Ameríku eða Andalúsíu, Bretlandi eða Írlandi. Norðurlöndin hafa skipað veglegan sess á ferli Boga þar sem hann hefur verið óþreytandi við að beina kastljósinu að öllum Norðurlöndunum, stórum sem smáum. Það er á engan hallað þegar fullyrt er að þáttur Boga Ágústssonar í að fjölga fréttum af málefnum Norðurlandanna sé einna mestur.

Stjórnmál og kosningar hafa einnig átt hug og hjarta Boga í gegnum tíðina, pælingar um úrslitin, tölurnar, útgönguspár, kosningaþátttöku og kosningaveðrið. Og oft koma úrslitin á óvart - en þó ekki – Bogi er oft búinn að benda á möguleg úrslit áður en úrslit liggja fyrir.
Fjölskyldan er Boga Ágústssyni eitt og allt. Eiginkonan Jóna Maja, börnin þrjú og barnabörnin sjö, þau eru samrýmd, njóta þess að vera saman og taka þátt í lífi hvors annars. Það er gæfa, Bogi er gæfumaður.

Bogi hefur sýnt metnað í starfi og nýtur sín best í starfi frétta- og sjónvarpsmannsins - á skjánum í sjónvarpi allra landsmanna, þar er Bogi Ágústsson okkar besti maður.“

Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður tók ítarlegt viðtal við Boga um ferilinn sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í maí á þessu ári en það má lesa hér.  

Hjónin Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm stigu á stokk.
Hjónin Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm stigu á stokk. Ljósmynd/Mummi Lú
Saga Garðarsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í sjónvarpsþáttunum Afturelding.
Saga Garðarsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í sjónvarpsþáttunum Afturelding. Ljósmynd/Stilla
Plakatið fyrir Aftureldingu.
Plakatið fyrir Aftureldingu. Ljósmynd/Aðsend
Plakatið fyrir Húsó.
Plakatið fyrir Húsó. Ljósmynd/Aðsend
Plakatið fyrir Svörtu sanda II.
Plakatið fyrir Svörtu sanda II. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is