„Sem betur fer er alveg ágætt að vinna með mér“

„Ég þorði ekki að sækja um í íslenskum skóla. Ég …
„Ég þorði ekki að sækja um í íslenskum skóla. Ég var svo smeyk um að kannski myndi einhver sjá mig í prufunum og vita að ég hefði leikið eitthvað áður og ef ég fengi neitun þá yrði ég vandræðaleg því maður setur einhverja aukapressu á sig, manni líður eins og fólk ætlist til meira af manni.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Gunnella fæddist í skólanum. Hún varð til í áfanga sem heitir sviðslistasaga en þá hittumst við í hverri viku og gerðum gjörninga eða opnanir eins og þetta er kallað, svona lítil stutt leikrit. Þar fæddist þessi týpa hjá mér en vissulega var hún mun ýktari, hún var öðruvísi en hún er í sýningunni en þarna kom samt hugmyndin að nafninu, búningnum og göngulaginu,“ segir Katla Þórudóttir Njálsdóttir leikkona, innt eftir hugmyndinni að Gunnellu, útskriftarverkefni hennar úr Listaháskóla Íslands, sem frumsýnd verður í Háskólabíói 2. júlí.

Er sýningin hluti af uppsetningum sviðslistahússins Afturámóti í sumar en hópurinn hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun dómnefndar Grímunnar 2025.

Katla segist alla tíð hafa verið heppin með þau verkefni …
Katla segist alla tíð hafa verið heppin með þau verkefni sem hún hafi fengið upp í hendurnar. Morgunblaðið/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka