Eins og Ferrari á 220 km hraða

„Að koma hingað inn í Borgarleikhúsið er eins og að …
„Að koma hingað inn í Borgarleikhúsið er eins og að setjast upp í rauðan Ferrari á 220 km hraða,“ segir Egill Heiðar Anton Pálsson borgarleikhússtjóri sem fluttur er heim eftir að hafa um árabil búið og starfað erlendis. Morgunblaðið/Karítas

„Að koma hingað inn í Borgarleikhúsið er eins og að setjast upp í rauðan Ferrari á 220 km hraða. Eldsneyti fyrstu frumsýningar hússins er Moulin Rouge! og maður finnur hvernig húsið kraumar eins og góð vél. Það er fullur kraftur hjá öllu því frábæra starfsfólki sem starfar í öllum deildum við að undirbúa þennan stærsta söngleik sem settur hefur verið upp á Íslandi,“ segir Egill Heiðar Anton Pálsson borgarleikhússtjóri um komandi leikár.

Kraftur í mótornum

Það er forveri hans í starfi, Brynhildur Guðjónsdóttir, sem leikstýrir Moulin Rouge! sem frumsýndur verður á Stóra sviði leikhússins 27. september. „Starfsfólk hússins er í krafti reynslunnar orðið svo vant þéttri og góðri keyrslu að maður finnur kraftinn í mótornum. Sú gleði sem ríkir í æfingasalnum smitast síðan út í allt húsið,“ segir Egill og tekur fram að það sé einstakt fyrir sig að taka við Borgarleikhúsinu á þeirri blússandi siglingu sem húsið er með „öllum þeim Grímutilnefningum og -verðlaunum sem húsið fékk fyrir síðasta leikár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka