„Það er Lína í okkur öllum“

Birta leikur með bekkjarsystkinum sínum Selmu og Jakob í sýnigunni.
Birta leikur með bekkjarsystkinum sínum Selmu og Jakob í sýnigunni. Ljósmynd/Jorri

„Þetta voru gleðifréttir en mikið stökk fyrir mig. Ég var ótrúlega til í þetta, fann að ég hafði eitthvað til að gefa og sá fyrir mér að ég gæti gert þetta,“ segir Birta Sólveig Söring Þórisdóttir spurð hvernig henni hafi orðið við þegar hún fékk símtalið um að hún ætti að leika Línu Langsokk í uppsetningu Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt á Stóra sviðinu um síðustu helgi.

Spurð hvort hún finni fyrir pressu vegna þess hve fræg Lína sé og hve þekktar leikkonur hafi túlkað hana í gegnum tíðina svarar Birta: „Pressan er eiginlega tekin af mér af því þetta er það stórt. Lína er stærri en við öll. Mér fannst eiginlega erfiðast að venjast því að röddin mín væri Lína því ég hef yfirleitt heyrt Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur leika hana. Það er svo mikið af upptökum til af þeim. En það er Lína í okkur öllum og ég er að reyna að finna mína leið að Línu. Það getur aldrei verið rétt eða rangt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: