Komin með ógeð á hinsegin fólkinu

„Venjulegt fólk er komið með ógeð á þessu, það er …
„Venjulegt fólk er komið með ógeð á þessu, það er komið með ógeð á rifrildinu, ógeð á okkur hinsegin fólkinu, ógeð á Miðflokknum og woke-inu,“ segir Gréta Kristín. Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

„Þetta er búið að vera langt ferli en það eru fjögur ár síðan við Bjarni Snæbjörnsson frumsýndum Góðan daginn, faggi og okkur langaði strax að fara lengra í að díla við bakslagið sem byrjaði um það leyti, árið 2021. Við lögðum upp með að kafa inn í bakslagið, vera óvægin við okkur sjálf og reyna að skilja hvað væri í gangi,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri Skammarþríhyrningsins sem frumsýndur verður á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 20.

„Með þessu verkefni viljum við mæta myrkrinu, kafa ofan í ástandið og ávarpa óttann sem er vaxandi meðal hinsegin fólks. Okkar markmið er að vinna með þessa orðræðu en það er mikið um beinar tilvitnanir í sýningunni í það sem fólk er að segja,“ útskýrir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: