Birta smellpassar sem Lína

„Óhætt er að segja að Birta Sólveig Söring Þórisdóttir smellpassi …
„Óhætt er að segja að Birta Sólveig Söring Þórisdóttir smellpassi inn í hlutverkið.“ Ljósmynd/Jorri

Þau sem eru sterk verða líka að vera góð. Þessi undirliggjandi boðskapur í sögum Astridar Lindgren um sterkustu stelpu í heimi á ekki minna erindi við okkur nú en þegar Lindgren samdi sögur sínar um Línu Langsokk á sínum tíma, en þess er í ár minnst að 80 ár eru síðan fyrsta bókin um Línu kom út.

Lína hefur þannig allt frá 1945 glatt unga jafnt sem aldna lesendur með uppátækjum sínum, sem fullorðna fólkið í sagnaheimi Línu sér sem óþekkt eða tilfinnanlegan skort á þekkingu á regluverki samfélagsins. Lína á það hins vegar sammerkt með Emil í Kattholti að „skammarstrikin“ eru aldrei gerð af illum hug heldur taka forvitnin, lífsgleðin, hugmyndaauðgin og sterk réttlætiskenndin einfaldlega yfir í hita leiksins. Lína er táknmynd hinnar barnslegu gleði og einlægni á sama tíma og hún er sköpunarkrafturinn sem í hverri manneskju býr, en í þeim skilningi er „Lína í okkur öllum“, eins og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem fer með titilhlutverkið, orðaði það í viðtali við Morgunblaðið sem birtist á frumsýningardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka