Ef ég ætti eina ósk

Katla Þórudóttir Njálsdóttir er „með skemmtilega nærveru, í góðu sambandi …
Katla Þórudóttir Njálsdóttir er „með skemmtilega nærveru, í góðu sambandi við salinn“. Ljósmynd/Jorri

Nýhafið leikár er – nokkuð óvænt – að verða stóra gríska goðsagnaleikárið. Orfeifur snýst í nokkra hringi enn hjá Íslenska dansflokknum. Ífigenía í Ásbrú fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu og heimilisólukka Mýkenukonungsættarinnar heldur áfram á Stóra sviði Þjóðleikhússins á annan í jólum. Þremur mánuðum áður, upp á dag, fékk einleikur Kolbrúnar Bjartar Sigfúsdóttur upp úr örlagasögu Mídasar Frýgíukonungs sína Íslandsfrumsýningu eftir nokkra velgengni í upprunalandi sínu, Bretlandi.

Líkt og Ífigeníuverk Garys Owens er Þetta er gjöf einleikur fyrir unga nútímakonu af lægri stigum. Söguhetja Kolbrúnar er að klára framhaldsskóla, framtíðin óráðin þangað til niðurstöður lokaprófanna liggja fyrir. Hún býr með föður sínum, nokkuð sérlunduðum en elskulegum innrammara, elskar skólabróður sinn úr fjarlægð, á eina góða vinkonu og þolir ekki ríku bekkjarsystur sína – réttilega að manni finnst. Hún er klár, með sjálfs- og óöryggi í viðkvæmu jafnvægi eins og ungt fólk gjarnan. Heimur hennar fer síðan á hvolf þegar góðverk að næturþeli leiðir af sér að faðir hennar fær eina ósk. Þótt hann kunni svör við öllu í spurningakeppnunum í sjónvarpinu þá velur hann fávíslega eins og Mídas forfaðir hans forðum. Við tekur hörð og sár barátta við bölvunina sem fylgir þeirri blessun að allt sem þú snertir verði að gulli. Nákvæmlega hvað gerist í þeirri baráttu eftirlátum við leikhúsgestum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka