Leikgleðin áberandi hjá elskendunum

Úr Jónsmessunæturdraumi.
Úr Jónsmessunæturdraumi. Ljósmynd/Christopher Lund

Þegar ég geng út af sýningum á Jónsmessunæturdraumi hin síðari ár er hugur minn alltaf með Demetríusi og Helenu. Aðallega samt honum. Til þess að trúlofanir leikslokanna gangi upp þarf hann að eyða ævinni undir áhrifum töfrajurtar álfanna, sem beina ást hans að Helenu en frá Hermíu sem hann elskar í upphafi, meðan hann er enn „með sjálfum sér“.

Ekki það að það úi ekki og grúi af hjónaböndum í leikslokum gleðileikja Shakespeares, sem maður myndi kannski ekki endilega setja á vetur: Hvorki Bertram í Allt er gott sem endar vel né Kládíó í Ys og þys út af engu eru gæfuleg mannsefni, samanborið við hinar ágætu stúlkur sem elska þá af einhverjum ástæðum. Sebastían og Ólivía í Þrettándakvöldi þekkjast hreinlega ekki neitt þegar þau ganga í hnapphelduna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka