Búa í fiftís-veruleika í íslenskum nútíma

Ólafur Ásgeirsson og Hólmfríður Hafliðadóttir í hlutverkum sínum sem unga …
Ólafur Ásgeirsson og Hólmfríður Hafliðadóttir í hlutverkum sínum sem unga parið Jonni og Gunna. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Væri lífið ekki auðveldara ef allt væri eins og í gamla daga? Það finnst Gunnu, sem hefur tekið þá ákvörðun ásamt Jonna eiginmanni sínum að lifa lífsstíl áranna 1950-1960.“

Á þessa leið hefst lýsingin á verkinu Elskan, er ég heima? sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld klukkan 20.

„Þetta er hjartnæmt gamanverk með pínu háði líka og segir frá ungu pari sem hefur tekið þá ákvörðun að búa í fiftís-veruleika í íslenskum nútíma. Smám saman fer svo allt í vaskinn hjá þeim því við getum ekki spólað til baka í tíma. Þetta fjallar því um það hversu langt fólk er tilbúið að ganga í að reyna að stýra heiminum í stað þess að aðlaga sig honum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og leikstjóri verksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: