Bullandi „comeback“

Vala og Sigríður mynda Hljómsveitina Evu. „Það að vinna með …
Vala og Sigríður mynda Hljómsveitina Evu. „Það að vinna með bestu vinkonu sinni eru algjör forréttindi.“ Morgunblaðið/Karítas

Tveggja kvenna bandið Hljómsveitin Eva varð til á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands fyrir 12 árum. Þetta samstarfsverkefni Sigríðar Eirar Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur vakti töluverða athygli árin á eftir. Undanfarin ár hefur minna farið fyrir hljómsveitinni en nú stíga þær aftur fram á sjónarsviðið með tónleiknum Kosmískt skítamix sem frumsýndur verður í Tjarnarbíói á morgun, föstudaginn 17. október.

Spurð hvernig samstarf þeirra Völu Höskuldsdóttur hafi hafist segir Sigríður að Vala hafi leitað til sín þegar hana vantaði einhvern til að semja með sér lag til heiðurs tíðablóði fyrir eitt verkefnið í skólanum. „Hún vissi að ég hafði fengið gítar í jólagjöf og kallaði mig þess vegna til. Ég kunni ekkert á gítar en fannst þetta svo spennandi áskorun svo ég lærði þrjú grip og við bjuggum til lag. Og hljómsveit fæddist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: