Í gullnu búri

„Íbúð 10B er ágætlega heppnaður gamanleikur í hefðbundnu formi, með …
„Íbúð 10B er ágætlega heppnaður gamanleikur í hefðbundnu formi, með rót í bæði veruleika og staðalmyndum.“ Ljósmynd/Jorri

Nýjasta leikrit Ólafs Jóhanns Ólafssonar, það fjórða í röðinni, er svo nokkru munar það best heppnaða af þeim sem ég þekki til. Enda hvílir það á alda-, jafnvel árþúsundagamalli hefð: að nota siðferðilega bresti fólks af betra standi sem eldsneyti til að knýja grínvélina, og afhjúpa fólkið í leiðinni sem engu skárra pakk en við hin erum.

Kannski svolítið gamaldags, en það er nú samt svolítið eins og að segja að leikhús sé gamaldags, og það viljum við ekki, þótt það sé kannski satt. Segjum frekar að hér sé stofnanaleikhús á heimavelli. Ekki ósvipað þrennunni sem Marius von Meyenburg og Benedict Andrews buðu upp á á þessu sama sviði fyrir nokkrum árum, nema bara með aðeins minni alvöruþunga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: