Wagner í hundskjafti

„Þótt sýningin byrji í Es-dúr þá er tóntegundin lausbeislaður galgopaskapur …
„Þótt sýningin byrji í Es-dúr þá er tóntegundin lausbeislaður galgopaskapur að hætti Hundsins, með snert af þaulkóreógraferaðri fagurfræði leikstjórans Ágústu Skúladóttur,“ segir um Niflungahringinn allan. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Gesamtkunstverk“ kallaði Wagner list framtíðarinnar, og af alkunnri hógværð sín eigin sköpunarverk. List þar sem allar greinar kæmu saman í þágu mikilvægs erindis og ynnu í einingu að því að skapa umgjörð og form til að heilla og upplyfta áheyrendur.

Eftir að hljómsveitin Hundur í óskilum hóf að þróa sig sem alhliða sviðslistatvíeyki má vel halda því fram að þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson séu einmitt dæmi um það sem Wagner dreymdi um. Mögulega ekki með alveg eins háleitar hugmyndir, hvorki um sig sjálfa né erindi sitt. Og vissulega með þriðja kryddið sem Wagner skorti eiginlega alveg: húmor. Þá fyrst stendur Gesamtið undir nafni, er það ekki?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: