„Ég er ekki að reyna að hneyksla neinn“

„Í vetur fór ég svo í sjálfsskoðun en með hækkandi …
„Í vetur fór ég svo í sjálfsskoðun en með hækkandi aldri fer maður að hugsa um hvað er liðið, hvað er gengið, hvað maður hefur gert og hvað er eftir.“ mbl.is/Ásdís

Margir þekkja Aðalheiði S. Eysteinsdóttur myndlistarmann fyrir tréskúlptúra og lágmyndir af mönnum og dýrum. Nú sýnir hún hins vegar á sér aðra hlið en hinn 27. júní verður opnuð sýning á 60 nýjum blýantsteikningum í Kaktus við Kaupvangsstræti á Akureyri.

Um eins konar rannsókn er að ræða en frá 14. febrúar til 15. mars sl. teiknaði Aðalheiður hádegisverð sinn annars vegar og hægðir sínar eins og þær litu út í salerninu um það bil 24 tímum síðar.

Notar mat í ýmsa gjörninga

„Þessi sýning er hliðarskref. Fram til þessa hef ég verið að fjalla um rými, t.d. með innsetningum, en nú er ég að fjalla um mitt innra rými og hvað gerist þar. Við höfum öll þessar grunnþarfir sem snúast um að borða og maturinn sem við innbyrðum hefur mismunandi áhrif á okkur. Þá þurfa sumir að fylgjast með mataræðinu, eru með ofnæmi eða hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa sér það sem þeir vilja borða. Fólk þarf þá að stilla sig inn á hvað má borða og hvað má ekki borða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: