Að sjá fegurðina í því sem leynist

Þula Lilja Birgisdóttir handmálar stórar ljósmyndir með þar til gerðum …
Þula Lilja Birgisdóttir handmálar stórar ljósmyndir með þar til gerðum olíulitum sem hún hefur safnað í gegnum árin. „Ég nota litina til þess að fanga augnablikið og töfrana,“ segir Lilja. Ljósmyndir/Erla Franklín Gunnarsdóttir

„Ég var úti að ganga. Það hafði rignt mikið um daginn en svo þegar stytti upp kom sólarlag sem speglaðist fallega í pollunum. Þetta var bara eitt augnablik á bensínstöð og þegar ég hélt áfram þá sá ég þetta ekki lengur. Ég ákvað því að staldra við og snúa til baka til þess að taka mynd. Um þetta snýst sýningin. Að sjá fegurðina sem leynist alls staðar í kringum okkur,“ segir Lilja Birgisdóttir myndlistarkona en í dag opnar hún sýninguna Um leið og þú lítur undan í Þulu galleríi í Marshallhúsinu. Þar sýnir hún átta stór myndverk, svarthvítar ljósmyndir sem hún handmálar á með olíulitum. Úr verður áhugaverð samsuða tveggja ólíkra listmiðla, ljósmyndunar og olíumálverks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: