„Safnið á að vera staður sem enginn veigrar sér við að heimsækja“

Tilbúinn „Ef við í safninu viljum þjóna samtímalist og þróast …
Tilbúinn „Ef við í safninu viljum þjóna samtímalist og þróast í takt við hana þá þurfum við að geta komið til móts við umfangsmeiri verkefni.“ Morgunblaðið/Karítas

Markús Þór Andrésson er formlega tekinn við sem nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Blaðamaður Morgunblaðsins settist niður með Markúsi og fékk innsýn í þau verkefni sem mæta nýjum safnstjóra, hugmyndir hans um safnastarfið og þær sýningar sem fram undan eru.

„Ég mun byrja á því að taka rúntinn með samstarfsfólki mínu, taka stöðuna á verkefnum þeirra og hlusta á þeirra hugmyndir. Safnið hefur verið rekið mjög vel og ég tek við góðu búi. Ólöf hafði sterka sýn og setti safninu stefnu sem hún framfylgdi í skýrum skrefum. Það er hins vegar eðlilegt að þegar maður mætir nýr til leiks þá íhugi maður hvort endurskoða megi ákveðna hluti. Sumt þarf að fínpússa, skerpa á, en annað má kannski endurskoða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: