Andleg mál og hið dulda í tilverunni

Kristín Scheving er safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Kristín Scheving er safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Fimm einkasýningar, sem eru sagðar eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á dulda fleti tilverunnar, verða opnaðar á morgun í Listasafni Árnesinga. Listamennirnir eru ólíkir en þeir eru Finnbogi Pétursson, Freyja Eilíf, Guðrún Kristjánsdóttir, Ilana Halperin frá Bandaríkjunum og Piotr Zbierski frá Póllandi.

„Öll eru þau að vinna með eitthvað dulið,“ segir Kristín Scheving safnstjóri. „Við val á sýningum finnst mér alltaf skemmtilegt að það sé einhver þráður sem tengir sýningarnar saman. Það er erfitt að útskýra það en ég vinn mikið út frá innsæinu. Þegar ég hef hitt listamennina á vinnustofum þeirra fer af stað samtal og einhvers konar djúprannsókn hjá mér og ég finn hvernig hlutirnir passa saman. Svo þegar nær dregur og styttist í að sýningarnar verði tilbúnar í sölunum þá finn ég að þetta virkar og flæðir vel. Samsetning listamannanna er áhugaverð en á sama tíma er þetta tilraunastarfsemi því ég hef aldrei séð þessa listamenn áður saman í rými.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: