Sigrún Hrólfsdóttir, nýr formaður Myndlistarráðs afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði í gær. Alls var 26 milljónum króna úthlutað til 48 verkefna eftir því sem fram kemur í tilkynningu.
Myndlistarsjóði bárust 170 umsóknir og sótt var um styrki fyrir rúmlega 190 milljónum króna. Sjá má yfirlit yfir haustúthlutun sjóðsins hér.
Í matsnefndum sátu Anna Hallin, Birgir Snæbjörn Birgisson, Dorothée Maria Kirch, Karl Ómarsson og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir.
Veittir voru styrkir í þremur flokkum:
Níu verkefni hlutu styrki fyrir alls fjórar milljónir króna. Í tilkynningu kemur fram að Nýlistasafnið hlaut hæsta styrkinn eða 900.000 kr. fyrir undirbúning á sýningu listhópsins Open Group, Ode to Freedom, „sem vakið hefur alþjóðlega athygli fyrir áhrifarík verk um innrásarstríð Rússlands í Úkraínu.“
Þá hlaut Listasafn Ísafjarðar 600.000 kr. fyrir sýningar í safninu árið 2026. Anna Rún Tryggvadóttir hlaut 500.000 kr. til undirbúnings á verkinu „Tímavilla“ og Hildur Bjarnadóttir hlaut 500.000 kr. til undirbúnings verkefnisins „Skali og ryþmi - vinnustofa Þúfugarðar“.
Aðrir sem hlutu styrk í þessum flokki voru Ragnhildur Stefánsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Þóra Sigurðardóttir, Hugo Llanes, Hildur Elísa Jónsdóttir og Listasafn Reykjavíkur.
14 verkefni hlutu styrk fyrir alls 7.000.000 kr. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu þá hlaut Safnasafnið hæsta styrkinn eða eina milljón fyrir rannsóknina Í ljósi Bendunnar - Höfundarverk Bjarna H. Þórarinssonar.
Þá fékk Félag um höfundarverk Magnúsar Pálssonar styrk upp á 800.000 krónur fyrir útgáfu um Magnús Pálsson.
Sadie Cornette Cook og Jóhannes Kjartansson hlutu 700.000 kr hvort um sig og Kogga hlaut 600.000 kr. fyrir útgáfuverkefni.
Aðrir sem hlutu styrk i flokknum voru Gerla, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Hafnarborg, Hulda Vilhjálmsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Laufey Helgadóttir, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, Jóhannes Kjartansson o.fl.
25 verkefni hlutu styrk fyrir alls 15.000.000 kr.
Í tilkynningu segir að Listasafn Reykjanesbæjar og Tumi Magnússon hafi hlotið hæsta styrkinn eða 2.000.000 kr. fyrir einkasýningu Tuma í safninu.
Þrjú sýningaverkefni hlutu 1.000.000 kr. í styrk:
Listasafn Reykjavíkur hlaut 800.000 kr. styrk fyrir samsýninguna Á pólsku. Þá hlaut Sigurður Þórir Ámundason 700.000 kr. styrk vegna einkasýningar á vegum Listasafns ASÍ og Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar hlaut 700.000 kr. styrk fyrir sýninguna Afregluvæðing & regluvæðing. Eins hlaut Skaftfell 700.000 kr. styrk fyrir haustsýningu 2026.
Aðrir sem hlutu styrk í flokknum voru m.a. Andreas Brunner, Ásmundur Ásmundsson, Brák Jónsdóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Gústav Geir Bollason, Sláturhúsið, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, James Merry, Nýp verkefnarými o.fl.
Auk þessa styður myndlistarsjóður við Sequences myndlistartvíæringinn með samstarfssamning frá 2025 til 2027, sem nemur þremur milljónum á ári.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
