Nýló, Safnasafnið og Listasafn Reykjanesbæjar fengu mest

Heiðar K. Rannversson tekur á móti styrk fyrir hönd Nýlistasafnsins.
Heiðar K. Rannversson tekur á móti styrk fyrir hönd Nýlistasafnsins. Ljósmynd/Sunday and White Studio

Sigrún Hrólfsdóttir, nýr formaður Myndlistarráðs afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði í gær. Alls var 26 milljónum króna úthlutað til 48 verkefna eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Myndlistarsjóði bárust 170 umsóknir og sótt var um styrki fyrir rúmlega 190 milljónum króna. Sjá má yfirlit yfir haustúthlutun sjóðsins hér.

Í matsnefndum sátu Anna Hallin, Birgir Snæbjörn Birgisson, Dorothée Maria Kirch, Karl Ómarsson og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir.

Veittir voru styrkir í þremur flokkum:

mbl.is