Hljóðbað, listrænn kvöldverður og fleira á Sequences

Ilmvatnsgerðin Fischersund býður upp á upplifunarsýningu í galleríinu Kling & …
Ilmvatnsgerðin Fischersund býður upp á upplifunarsýningu í galleríinu Kling & Bang og mun bjóða upp á svokallað „hljóðbað“ þann 15. október. Tónlist, ilmur og vídeólist renna saman. Ljósmynd/Fischersund

Hátíðin Sequences Real Time Festival verður haldin dagana 10.-19. október í miðbæ Reykjavíkur og er yfirskrift hátíðarinnar Pása.

Verður á henni boðið upp á fjölbreyttar upplifanir í formi samtala, gjörninga, sýninga og annars konar viðburða, að því er fram kemur í tilkynningu.

Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar að þessu sinni. Hún er spurð að því hvaða hátíð þetta sé, fyrir þá sem ekki þekkja til hennar nú þegar. „Sequences er myndlistartvíæringur sem fer núna fram í tólfta skipti og er listamannarekin hátíð í eðli sínu og var stofnuð af Kling & Bang, Nýlistasafninu og svo er Myndlistarmiðstöð stofnaðili líka,“ svarar Daría.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: