Myndir: A! Gjörningahátíð á Akureyri

Árni Vil og Lísandra Týra Jónsdóttir fluttu gjörninginn Mötuð.
Árni Vil og Lísandra Týra Jónsdóttir fluttu gjörninginn Mötuð. Ljósmynd/Aðsend

A! Gjörningahátíð á Akureyri stendur nú yfir á Akureyri. 

Hátíðin hófst með gjörningi Árna Vil og Lísöndru Týru Jónsdóttur, Mötuð. Að honum loknum tóku við gjörningar Marte Dahl, Paper Cut, og Áka Frostasonar og Andro Manzoni, Takovo je Vrime, sem fram fóru í Listasafninu. Af myndunum að dæma var mikið um að vera á opnunardeginum.

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er nú í ellefta sinn og stendur fram á sunnudag og er ókeypis inn á viðburðina.

Í tilkynningu segir að hátíðin breyti Akureyri árlega „í suðupott spennandi listviðburða“ og sé samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins á Akureyri og Listnámsbrautar VMA. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni sem fer fram í Listasafninu, Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

mbl.is