Lýsir reynslu heillar þjóðar

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, hér hjá portrettinu Móðir mín, …
Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, hér hjá portrettinu Móðir mín, sem lýsir reynslu heillar þjóðar, segir danskur listfræðingur. mbl.is/ÞÖK

„Andlitsmyndir Sigurjóns eru veigamikill hluti af lífsverki hans, en skráðar eru um 200 mannamyndir sem hann vann á 60 ára tímabili,“ segir Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og stofnandi safns hans á Laugarnesi í Reykjavík, en fyrr í þessum mánuði var opnuð sýning á völdum portrettum Sigurjóns undir yfirskriftinni Augliti til auglitis.

„Sumar mannamyndir Sigurjóns eru aðgengilegar, aðrar týndar, en til eru ljósmyndir af flestum þeirra. Á sýningunni getur fólk séð elstu varðveittu mannamynd hans sem hann gerði fyrir rúmri öld, eða 1924 þegar hann var sextán ára. Þetta er lágmynd sem hann gerði af kennara sínum í barnaskólanum á Eyrarbakka, Aðalsteini Sigmundssyni. Einnig er á sýningunni síðasta portrettmyndin sem Sigurjón vann árið 1981, ári áður en hann lést, en sú mynd er af Torfa Hjartarsyni tollstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka