Risastórar hugmyndir og þrotlaus vinna

Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarmaður sýnir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi.
Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarmaður sýnir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi. mbl.is/Hulda Margrét

Hulda Rós Guðnadóttir fagnar 20 ára starfsafmæli og í tilefni af því stendur hún fyrir sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir heitinu LJÓS [mynd] LIST.

Hulda Rós er búsett í Berlín og á að baki áhugaverðan feril en hún er menntuð í myndlist og mannfræði, hefur unnið við myndlist og kvikmyndagerð og hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar á sviði kvikmyndanna. Þá hefur hún markað sér sérstöðu meðal íslenskra listamanna fyrir rannsóknartengda listsköpun sem hverfist að miklu leyti um stöðu vinnuafls í tengslum við alþjóðavæðingu og þær víðtæku og hröðu breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi síðustu áratugi.

Fyrr á árinu sýndi t.d. Nýlistasafnið verk hennar „Lundabúð“ (2019) sem er skúlptúrinnsetning með 2.470 lundaböngsum sem stillt er upp í IKEA-hillueiningum og skírskotar til þeirrar flóðbylgju túrisma sem skall á íslensku samfélagi, nánast í einni hendingu og hvernig lundinn hefur orðið að táknmynd þessara sviptinga.

Ferkantaðir skjannahvítir kassar með bláum texta líkjast helst skúlptúr og …
Ferkantaðir skjannahvítir kassar með bláum texta líkjast helst skúlptúr og eru mikið sjónarspil. Ljósmynd/Hulda Rós Guðnadóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: