Pompidou-safninu í París lokað í fimm ár

Listamaðurinn studdist við gervigreind við hönnun sýningarinnar.
Listamaðurinn studdist við gervigreind við hönnun sýningarinnar. AFP/Thibaud Moritz

Þessar ljósmyndir voru teknar á flugeldasýningu sem haldin var nú á dögunum í Parísarborg, nánar tiltekið við Pompidou-safnið eða Centre Pompidou.

AFP/Thibaud Moritz

Bar sýningin, sem er eftir listamanninn Cai Guo-Qiang, yfirskriftina Le Dernier Carnaval eða Síðasta karnivalið og var hún gerð með aðstoð gervigreindar en hún var haldin í tilefni þess að safninu hefur verið lokað vegna endurbóta á húsnæðinu.

Þá er áætlað að framkvæmdirnar taki um fimm ár og því verði safnið ekki opnað aftur fyrr en árið 2030.

AFP/Thibaud Moritz
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: