„Hann var í þess­ari til­vist­ar­kreppu þegar hann fékk hug­ljóm­un“

Bernharður Wilkinson
Bernharður Wilkinson

„Ég sagði auðvitað strax já þegar Hallveig hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í þetta, enda þekki ég hana mjög vel frá því í gamla daga þegar hún var í Hljómeyki, sem ég stjórnaði.

Ég þekki líka til fólksins sem syngur með henni í Cantoque Ensemble, svo það var enginn efi í mínum huga,“ segir kórstjórinn Bernharður Wilkinson, sem búsettur er í Færeyjum en ætlar að koma sérstaklega til Íslands nú í september til að stjórna Kammerkórnum Cantoque Ensemble á tónleikum til heiðurs eistneska tónskáldinu Arvo Pärt.

Tónleikarnir verða á níræðisafmæli hans 11. september og sönghópurinn mun flytja dagskrá af verkum tónskáldsins sem hann samdi fyrir „a capella“ kór, eða kór án undirleiks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: