„Það jafnast ekkert á við djass“

Cécile McLorin Salvant og hennar fólk voru á öðru plani.
Cécile McLorin Salvant og hennar fólk voru á öðru plani. Ljósmynd/Hans Vera

Vel var haldið á djassspöðum þegar kom að skipulagningu téðrar hátíðar og því gott að flandra aðeins um hana og taka smakk á gríðarlega virkri djasssenu Íslands.

Á föstudeginum endasentist ég þannig upp stigann í Hörpu og datt inn í Norðurljósasalinn upp úr átta hvar Sigurður Flosason og Mattias Nilsson dúettuðu. Falleg efnisskrá og slakandi og tilvalið að lygna aftur augum og taka tónlistina hreint inn. Ku þetta hafa verið í fyrsta sinn sem þessir meistarar slógu í djassklárinn í sameiningu.

Róberta Andersen hafði verið á undan en henni náði ég ekki í þetta sinnið, því miður, en hún er með skemmtilegri gítaristum hérlendis. Og eðlilega hefði ég viljað bergja mun betur á hátíðinni en tíminn er grjótharður húsbóndi.

Patrycja Wybranczyk úr pólsku sveitinni O.N.E. á fullri ferð.
Patrycja Wybranczyk úr pólsku sveitinni O.N.E. á fullri ferð. Ljósmynd/Hans Vera
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: