Víkingur kynnir nýja plötu

Opus 109 er titill plötu sem Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti sendir frá sér 21. nóvember. Tilkynnt var um útgáfu plötunnar nú í morgunsárið og sem fyrr kemur hún út hjá Deutsche Grammophon. 

Titill plötunnar vísar til sónötu nr. 30 opus 109 sem Ludwig van Beethoven samdi seint á ferli sínum, en umrætt verk er í lykilhlutverki á plötunni í samspili við nokkur verk eftir Johannes Sebastian Bach og lítt þekkta sónötu eftir Franz Schubert. 

Víkingur Heiðar Ólafsson í vinnustofu sinni þar sem hann hyggst …
Víkingur Heiðar Ólafsson í vinnustofu sinni þar sem hann hyggst koma sér upp hljóðveri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is