Nirvana-barnið tapar fyrir rétti

Elden var fjögurra mánaða þegar myndin var tekin.
Elden var fjögurra mánaða þegar myndin var tekin. Ljósmynd/Plötuumslag

Maðurinn sem fór í mál við hljómsveitina Nirvana fyrir að nota mynd af sér á umslagi plötunnar Nevermind árið 1991 hefur tapað málinu fyrir bandarískum rétti.

Þar sést maðurinn, Spencer Elden, fjögurra mánaða gamall synda allsber en hann hafði kært Nirvana sem og ljósmyndarann Kirk Weddle fyrir dreifingu á barnaklámi.

Dómarinn Fernando Olguin hefur fullyrt að hvorki stellingin, sjónarhornið, umhverfið né samhengið almennt gefi til kynna að plötuumslagið sé af kynferðislegum toga, segir í frétt BBC.

Þá segir hann að nekt verði að vera sett í samhengi við eitthvað kynferðislegt til að það teljist til barnakláms. Lögfræðingateymi Eldens segir hann ætla að áfrýja dómnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: